07 nóvember, 2010

ó lanvin.. eða ó asía

ég er nú ekki mikið fyrir að fara snemma á fætur en 23. nóv mun ég vakna fyrir allar aldir (eða um 7 leytið) til þess að ná mér í some of this:

LANVIN FOR H&M


LANVIN FOR H&M. SE HELE KOLLEKSJONEN PÅ HM.COM
 
andy for stylescrapbook.com

vonbrigði segja sumir - namm namm nammmm, delicious segi ég

samt spurning um að spara bara peninginn sem nægir þá fyrir flugi frá Indlandi til Tælands, frá Tælandi til Malasíu & Malasíu til Laos & rúmlega það! held að það sé pínu sniðugt.
Er orðin svo mega spennt fyrir asíu að ég get varla hamið mig! er líka ótrúlega forvitin að vita hvað ég fæ útborgað hérna (sem er ekki fyrr en 10. nóv) á nýja norska reikninginn svo ég sjái cirka hvað fjárhagurinn leyfir & geti farið að panta flug :))

annars er ekkert sérstaklega mikið að frétta, var að vinna um helgina & bilað að gera! fíla það samt betur en þegar það er rólegt, það er svo dreeepleiðinlegt! svo bara ræktin, sjónvarpsgláp & smá heimsókn áðan.

40 dagar í ísland!  

risa klem!


05 nóvember, 2010

sakni sakn

þó að ég hafi verið ansi spennt að komast frá íslandi verð ég nú að viðurkenna að það er nú ansi mikið sem ég sakna frá klakanum. f.e.:

mömmu & pabba

eins gott að ég fæ pabbsa labbsa eftir 2 vikur & svo mömmu knús eftir einn & hálfan mánuð. aldrei verið svona lengi án þeirra - díses hvað ég er spennt! :)

stelpnanna!

verður svo ótrúlega mikið gaman að hitta ykkur eftir einn & hálfan mánuð! vívíví! get ekki beðið!

bíllinn minn:

ó guð minn góður hvað ég væri til í að hafa hann hérna hjá mér - tekur svo langan tíma að koma sér allt! herregud - á aldrei eftir að geta farið frá honum um jólin, elsku svarti sambó!

topshop:
fékk H&M en missti topshop - væri eiginlega bara alveg til í að bítta aftur 

101 rvk:
væri alveg til í eitt stykki night out í 101 rvk .. 17 des komdu núna!

versló, sund & heitapottar, búðir opnar 24/7, búðir opnar á sunnudögum, íslenska, bíó & margt fleira.

er svo ánægð að koma heim um jólin. vívíví! gerið ykkur reddý fyrir 17. des.


love - hrulli

31 október, 2010

I Need a Dollar

er að elska þetta lag sem er mjög viðeigandi þar sem ég væri alveg til í a dollar. eða kannski aðeins fleiri en einn. svo margt sem mig vantar eða langar í! ekki gaman þegar maður er að spara! alltaf hægt að láta sig dreyma samt :) hérna er brot af því sem ég þrái..

þessi indæla macbook air tölva er hátt uppi á óskalistanum - af hverju er ég ekki í US and A?!

topshop snow queen línan eins & hún leggur sig - guð minn góður hvað ég sakna topshop!
þessa mega fínu skó frá topshop fyrir jólin
kaloríuslaust jóladagatal.. mmm!
canon EOS 550D.. must til að fanga öll mómentin í asíu
 ótrúlega fínar skóhlífar/skóskraut frá: Le Boutique

H&M get warm línuna - svo hlý & kósý fyrir veturinn!
gúmmístígvel - nauðsyn í bleytunni hérna
svo væri heldur ekkert slæmt að fá eitt stykki IPhone 4

& listinn heldur áfram & áfram & áfram.. einhver sem vill styrkja mig?

Núna er klukkan að verða 11 en þar sem tíminn færðist aftur um klukkutíma í nótt finnst mér eins & hún sé að verða 12 & þá fer alveg að verða komið að háttatíma hjá gjééémlu :) spinning í fyrró & svo vinna kl 12 til hálf 9 .. vúbbídú! natta snúllur!

dagur í lífi hrundar: myndablogg

hellúú.
er greinilega ekki jafn metnaðarfull í blogginu & á dögum blog central en jæja. er samt búin að hugsa um fullt af bloggum, nenni bara aldrei að henda þeim á blað (eða hérna í tölvuna)
var samt að spá í að gera allavega smá myndablogg með myndum úr dagsdaglega lífinu, vinnunni & svona. ekki mikið annað sem ég geri þessa dagana. Hrikalega erfitt að spara pening í noregi & eiga sér líf á sama tíma.

en typical dagur byrjar á rise & shine kl hálf 7 .. eða oftast hálf 8 & enda þá með því að hlaupa út úr dyrunum eins & ég vaknaði, með úfið hárið & voða fín. Þá tekur það mig rétt tæpan hálftíma að labba niður í mollið – hvaltorvet þar sem kaffihúsið sem ég vinn á, jordbærpikeneer staðsett. Mæti þá fersk & endurnærð eftir göngutúrinn um 8 leytið reddý í matreiðslu, kökugræjingu, kaffilagningu, afgreiðslu (á norsku btw) og fleira skemmtilegt.
 

Jordbærpikene

duduru.. inni

afgreiðslan þar sem ég stend ca 160 tíma á mánuði, voða fínt 
svo fæ ég annað hvort far með elskulegu systur minni eða rölti heim í nýju fínu vetrarskónum mínum! þyrfti eiginlega að skella inn mynd af þeim við tækifæri, voða fínir! en þá labba ég venjulega í gegnum Bugarden sem er alveg frekar flottur garður hérna beint við nýja heimilið mitt..
 
nýja fína heimilið mitt í norge

Bugarden - chísí en samt svo flottur

eftir að ég kem heim gerist vanalega ekki svo mikið meira.. bara kos með litlu snúllu frændum mínum & elvu og öyvind & svo ferð í ræktina sem ég er loksins byrjuð að elska meira en world class – E2 treningssenter. Eru með svona lykla sem maður skellir bara í tækin & þá segja þau manni hvað maður á að gera & hversu oft & hvaða tæki er svo næst – mega næs! svo eru svo skemmtilegir tímar, zumba, krönsj fönk, pilates, spinning & fleira. er að elska það!

þorði ekki að taka betri mynd kv. vandró pían

svo fer ég á norskunámskeið einu sinni í viku sem mér finnst mega gaman. Er með svo ótrúlega næs kennara sem heitir Per & er víst bara nágranni minn þannig eftir tíma fæ ég bara far heim & svona kósyheit, er að elska það!
 
en þetta bloggforrit er fááááránlega mikið að vera leiðinlegt svo ég er að spá í að segja þetta gott í bili. Lofa að næsta blogg verður ekki jafn þurrt – einhvers staðar verður maður bara að byrja.

ég & dúllurnar mínar
lots of love frá hrullunni norge
 
Natta!

fyrsta bloggið - aftur

helló heimur.

ákvað að fá mér blogg til þess að forðast óþarfa dagbókarstatusa á facebook þar sem ég hef óhóflega miklu að deila þessa dagana í nýja lífinu mínu hérna í noregi & svo vonandi ennþá meira í asíureisunni eftir áramót. kannski svona aðallega fyrir mig & mömmu & pabba en ef þið viljið kíkja þá er það bara koselig. skemmtilegra að setja inn myndir & svona með smá texta. Eníveis, nenni ekki meira í bili.

bff's

hrullan